Nemendafélag mít
2022-2023

Nýjustu fréttir:

Gettu Betur og MORFÍS

Hæ!NFMÍT er að leita að aðilum sem hafa áhuga á því að taka þátt í Gettu Betur og MORFÍS! Keppendur í báðum keppnum mega hvorki hafa lokið stúdentsprófi eða vera eldri en 23 ára. Nemendur á bæði stúdents- og almennri braut geta skráð sig ef þau falla undir þessi skilyrði.GETTU BETURFinnst þér gaman í Bezzervizzer? Finnst þér Trivia night skemmtilegt? Langar þig að læra skemmtilegar staðreyndir sem þú getur svo sagt öllum vinum þínum frá?Þá er Gettu Betur fyrir þig!Við erum að leita að fólki á menntaskólaaldri af öllum kynjum sem hafa áhuga á því að vera í Gettu Betur liði MÍT. (Keppendur mega hvorki hafa lokið stúdentsprófi eða vera eldri en 23 ára)skráning fer fram hérlátið okkur vita ef þið hafið einhverjar spurningar!hlökkum til að vinna með ykkur!kveðja,stjórn nfmít<3
...

Síðasta skólaár hélt NFMÍT mánaðarleg jam session á Skuggabaldri. Nú hefur Skuggabaldri því miður verið lokað og NFMÍT leitar að nýjum stað til að halda jam session:-(En örvæntið eigi, við höfum jam session strax og tækifæri gefst!

Stjórn NFMÍT 2022 - 2023

Forseti:
Alvilda Eyvör Elmarsdóttir
Varaforseti:
Silja Egilsdóttir
Gjaldkeri:
Jakob Freyr Einarsson
Hagsmunafulltrúi:
Lára Ruth Clausen
Ritari:
Elíott Þorsteinsson
Samfélagsmiðlastjóri:
Matthildur Traustadóttir
Meðstjórnendur::
Helga Diljá Jörundsdóttir
Sigríður Tinna Bjarnadóttir
Varamenn
Erlendur Snær Erlendsson (blóraböggull)
Fannar Árni Ágústsson
Jakob Arnar Baldursson
Viktoría Tómasdóttir

Kjarnastjórn NFMÍT 2022-2023

Varamenn NFMÍT 2022-2023
(vantar Fannar)


Stjórn NFMÍT 2021 - 2022

Formaður:
Katrín Lea Daðadóttir
Varaformaður & Ritari:
Margrét B W Waage Reynisdóttir
Gjaldkeri:
Jakob Freyr Einarsson
Hagsmunafulltrúi:
Erlendur Snær Erlendsson
Samfélagsmiðlastjóri:
Lára Ruth Clausen
Meðstjórnendur::
Alvilda Eyvör Elmarsdóttir
Elíott Þorsteinsson
Stefán Nordal
Varamenn
Fannar Árni Ágústsson
Jakob Arnar Baldursson
Sigríður Tinna Bjarnadóttir
Silja Egilsdóttir

Stjórn NFMÍT 2021-2022


Stjórn nfmít 2020 - 2021

Formaður:
Katrín Lea Daðadóttir
Varaformaður:
Stefán Nordal
Gjaldkeri:
Kormákur Logi Laufeyjarson Bergsson
Samfélagsmiðlastjóri:
Sigríður Tinna Bjarnadóttir
Meðstjórnendur:
Erlendur Snær Erlendsson,
Birna Berg Bjarnadóttir
Gabríella Snót Schram
Jón Ragnar Einarsson
Tristan Hallvarðsson

Stjórn NFMÍT 2020-2021 (vantar Siggu, Kormák og Tristan ljósmyndara)

AFSLÆTTIR MEÐ NEMENDASKÍRTEINI MÍT 2021-2022

Hljóðfærahúsið - 10% afsláttur af helstu nauðsynjarvörum eða af vörum að upphæð 100.000 krCuliacan - 12% afslátturBíó Paradís - 25% afslátturKore - 15% afslátturBrauð og co - 15% afsláttur af brauði og bakkelsiKeiluhöllin - 10% afslátturShake & Pizza - 10% afsláttur. Afslátturinn á ekki við um áfenga drykki.Pítan - 10% afsláttur af öllu.Þjóðleikhúsið - 10% afslátturJoe and the Juice - 15% afslátt af matseðli Joe & The Juice og allt kaffi á 350 kr.Blackbox - Pizza með 2 áleggjum og gos á 2000krSmekkleysa - 10% afslátturGló - 10% afslátturSerrano - 15% afslátturBorgarleikhúsið - 1000kr afsláttur af miðumSubway - 10% afsláttur. Gildir ekki með öðrum tilboðumHraðlestin - 15% afsláttur af einum aðalrétti, hvort sem er af hádegis- eða kvöldmatseðli, gegn framvísun skírteinis. Gildir ekki af tilboðum né drykkjum.Ginger - 10% afsláttur af matseðliHrím Hönnunarhús - 10% afsláttur í verslunÍsbúð Huppu - 10% afslátturJömm - 20% afsláttur, gildir ekki með öðrum tilboðum.Dominos - 30% afsláttur af sóttum pizzum af matseðli með kóðanum: MIT22
Gildir ekki með öðrum tilboðum!
Flatey Pizza - 10% afsláttur af matseðli fyrir kl 16. Gildir ekki með öðrum tilboðumVið viljum vekja athygli á skólakorti Sinfóníunnar, en Skólakort Sinfóníunnar veitir námsmönnum yngri en 25 ára og tónlistarnemum möguleika á góðu sæti á sinfóníutónleika á 2.100 kr. ef miðinn er keyptur samdægurs. Hægt er að kaupa miða hvar sem er í salnum á þessu verði, allt eftir því hvað er laust.Hægt er að sækja um kortið hér:
https://www.sinfonia.is/skolakort/

LÖG NFMÍT

1. gr.
Félagið heitir Nemendafélag Tónlistarsk í Rvk. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að efla félagslíf skólans, og gæta að samheldni skólans, sem og sameiginlegum hagsmunum félagsmanna. Eingöngu er um félagasamtök að ræða og enginn atvinnurekstur verði hjá félaginu.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með reglulegum félagsviðburðum fyrir félagsmenn. Félagsviðburðir þessir skulu jafnt dreifðir milli mismunandi hópa félagsins.
4. gr.
Félagsaðild. Meðlimir NFMÍT þurfa að sækja tíma í Menntaskóla í Tónlist, Tónlistarskóla Félags íslenskra hljómlistamanna og/eða Menntaskólanum við Hamrahlíð.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er skólaárið, frá september til maí. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
5.1
Í lok hvers starfstímabils skal stjórnin halda kosningu um meðlimi stjórn nemendafélagsins á næstkomandi starfstímabili
5.2
Í byrjun hvers starfstímabils skal stjórnin taka inn 1-2 nýnema sem meðstjórnendur. Allir nýnemar skulu hafa tækifæri til þess að sækja um.
5.3
Í lok hvers starfstímabils skal stjórn liðins skólaárs halda fund með nýrri stjórn, útskýra stjórnarstarfið og svara spurningum.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. maí ár hvert og skal boða til hans með að minnst viku fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál.
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3-9 félagsmönnum, þ.e. formanni og 2-8 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til næsta starfstímabils í senn. Meðlimir stjórnar skulu vera oddatala. Einnig er heimilt að kjósa allt að 7 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8. gr
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega í upphafi hvers starfstímabils. Félagið reiðir sig einnig á framlög skólastjórnar Menntaskólans í tónlist til fjárhagsstuðnings.
9. gr
Gjaldkeri skal vera orðinn 18 ára við upphaf haustannar.
9.1
Ef svo skal vera að gjaldkeri eða nokkur annar meðlimur stjórnar steli eða misnoti pening í eign nemendafélagsins á ólögmætan hátt skal tilkynna brotið til lögreglu.
10. gr.
Verði fjárhagslegur afgangur í lok starfstímabils sem ekki er nægur til að stuðla frekar að tilgangi félagsins, skal hann geymdur á bankareikningi félagsins til næsta skólaárs. Stjórn félagsins ein býr ákvörðunarrétt um þetta.
11. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til góðgerðamála sem ákveðin verða á slitafundi.
12. gr.
Formaður getur boðað til félagsfunda. Félagsfundir eru opnir fundir félagsmanna, skipulagðir af stjórn félagsins. Félagsfundir hafa löggjafarvald og gilda þar sömu reglur um lagabreytingar og á aðalfundi. Boða skal til félagsfunda með að minnst viku fyrirvara með sannanlegum hætti. Félagsfundur er löglegur, sé rétt til hans boðið. Einfaldur meirihluti félagsmanna ræður úrslitum mála.
13. gr.
Skuli meðlimur stjórnar brjóta lög félagsins eða félagsmenn sjá ástæðu til brottreksturs skal vera kosið um það nafnlaust á löglega boðuðum fundi.
13.1
Skyldi stjórnarmeðlimur hætta í stjórninni hvenær sem er á starfstímabilinu þarf að halda nafnlausar kosningar ef að það kemur til þess að kjósa hann aftur inn seinna á tímabilinu á löglega boðuðum fundi.
14. gr.
Ef að niðurstöður úr kosningum innan stjórnar koma út jafnar, skal forseti hafa lokaorðið, þá er atkvæðið hans tvöfalt. Annars skal fenginn oddadómari.
15. gr
Blóraböggull NFMÍT skal vera kjörinn á hverju skólaári.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi:dagsetning: 28/4/2022